Afmæli
Við bjóðum uppá að haldnar séu afmælisveislur á almenningstímum í Skautahöllinni föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Afmælisveislurnar fara þannig fram að byrjað er á að fara á svellið í allt að 60 mínútur og svo er boðið uppá að færa sig á veitingarsvæði ef óskað er eftir því. Tímarnir á svellinu eru kl. 13.15-14.15 og kl. 14.45-15.45.
Við erum með sérstakt afmælistilboð sem er 1000 kr á barn og skautaleiga er innifalin.
Ef boðið er uppá eigin veitingar er 6000 kr. aðstöðugjald (sjá hér að neðan).
Veitingaraðstaða:
Það er hægt að velja milli þess að vera á pöllunum í stúkunni, vera frammi í anddyri eða vera í búningsklefa. Búningsklefarnir og anddyrið eru með gúmmídúk svo gestir geta komið á skautunum í veisluna en á pöllunum þurfa börnin að vera komin úr skautunum. Koma má með eigin veitingar t.d pizzur eða kökur fyrir afmælisveisluna og skreytingar en það er sama aðstöðugjald hvað sem er valið.
Allar bókanir eða fyrirspurnir fara á netfangið [email protected]