Afmæli

Við bjóðum uppá að haldnar séu afmælisveislur á almenningstímum í Skautahöllinni föstudaga, laugardaga og sunnudaga.  Afmælisveislurnar fara þannig fram að byrjað er á að fara á svellið í allt að 60 mínútur og svo er boðið uppá að færa sig á veitingarsvæði ef óskað er eftir því. Tímarnir á svellinu eru kl. 13.15-14.15 og kl. 14.45-15.45.


Við erum með sérstakt afmælistilboð sem er 1000 kr á barn og skautaleiga er innifalin.


Ef boðið er uppá eigin veitingar er 6000 kr. aðstöðugjald í búningsklefa(sjá hér að neðan).


Veitingar og aðstaða:

Það er hægt að fá búningsklefa lánaðan fyrir afmælisveisluna hjá okkur. Búningsklefarnir eru með gúmmídúk svo gestir geta komið á skautunum í veisluna. Koma má með eigin veitingar t.d pizzur eða kökur fyrir afmælisveisluna og skreytingar. 


Allar bókanir eða fyrirspurnir fara á netfangið [email protected]



Share by: