Hópar
Skautahöllin er frábær staður fyrir hópinn þinn hvort sem það er vinahópur, fyrirtækjahópur, skólabekkur eða hópefli. Það er bæði hægt að fá tilboð og mæta á opnum tímum um helgar. Annar kostur er að leigja ísinn á lausum tímum á morgnanna á virkum dögum eða utan tímabils og gera ykkar eigin skautadiskó eða kaupa krullukennslu og fara í krullu. Við erum einnig með fullbúin fundarsal svo þar sem er hægt að halda fundi eða samkomur og tengja saman hreyfingu og fræðslu.
Allar bókanir eða fyrirspurnir fara á netfangið [email protected]